Karlakvöld í Sundlauginni Hofsósi

Föstudagskvöldið 26. nóvember nk. kl. 21:00 verður haldið karlakvöld í Sundlauginni Hofsósi þar sem ýmislegt verður í boði. Flott kvöld fyrir vinnufélaga, karlaklúbba, bjórklúbba, vinahópa og aðrar töffara, segir í tilkynningu frá Sundlauginni.

-Þannig er það að karlpeningurinn skoraði á okkur sundlaugarstarfsmenn að halda Karlakvöld einsog við héldum konukvöld, auðvitað gátum við ekki skorast undan þeirri áskorun svo karlakvöldið verður núna á föstudagskvöldið, segja sundlaugarverðir Austan Vatna.

Á dagskrá verður pakkauppboð, tískusýning frá KS Eyrinni, kynning frá Bjórsetrinu á Hólum,  pizza og aðrar léttar veitingar og að sjálfsögðu lifandi tónlist á bakkanum.

Aldurstakmark er 18 ár og það kostar 1500 kr inn svo það er ríkt tilefni til að taka kvöldið frá.

Skráning í síma 455-6070/867-2216/616-2290

Fleiri fréttir