Kastaði tveimur fölöldum

Afar sjaldgæft er að hryssur kasti tveimur folöldum í einu. Það gerði Glódís á Meyjarlandi samt í síðustu viku og allir við hestaheilsu. Mynd: Sigfríður Halldórsdóttir.
Afar sjaldgæft er að hryssur kasti tveimur folöldum í einu. Það gerði Glódís á Meyjarlandi samt í síðustu viku og allir við hestaheilsu. Mynd: Sigfríður Halldórsdóttir.

Hryssan Glódís á Meyjarlandi á Reykjaströnd kastaði tveimur sprækum folöldum þann 24. maí sl. en það mun vera afar sjaldgæft hjá hryssum. Halla Guðmundsdóttir eigandi hryssunnar segist ekki hafa verið viðstödd þegar þau komu í heiminn en um morguninn varð hún vör við að fjölgað hafði í hópnum.

„Eru ekki öll folöld gæðingsefni,“ svarar Halla aðspurð um væntingar hestefnanna. Þau eru undan Leik frá Gýgjarhóli sem aftur er undan Járnsíðu frá sama stað og Vita frá Kagaðarhóli. Halla segir að hryssunni, sem er úr heimaræktuninni, og folöldunum tveimur líði öllum vel. Aðspurð segir hún að þvílíkt hafi aldrei komið fyrir áður hjá þeim að hryssa kasti tveimur folöldum.

Fleiri fréttir