Kennarar rétt mörðu 10. bekkinga - Myndband
feykir.is
Skagafjörður
14.02.2018
kl. 13.33

Kátir drengir á íþróttahátíð Árskóla. Það verður ekki langt að bíða að þeir etji kappi við kennara sína í körfubolta. Mynd: PF.
Íþróttahátíð Árskóla var haldin í gær með pompi og prakt. Að venju mættu krakkarnir í sína heimastofu samkvæmt stundaskrá og græjuðu sig fyrir daginn. Hefði er fyrir því að hver bekkur hafi sitt sérkenni sem búið er að ákveða með fyrirvara.
Skemmst er frá því að segja að hátíðin tókst vel og ekki að sjá annað en allir hafi skemmt sér vel. Hápunktur hátíðarinnar var körfuboltaleikur milli 10. bekkinga og kennara Árskóla. Eftir fjörugan leik fór svo að kennarar höfðu betur með tvo meistaraflokksmenn innanborðs þá Pétur Rúnar og Björgvin Hafþór og reyndan landsliðsmann, Kára Marísson sem þjálfara. Dómari leiksins var Israel Martin og stóð hann sig með miklum sóma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.