KH hafði betur í úrslitaleiknum gegn Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar. MYND AF AÐDÁENDASÍÐUNNI
Lið Kormáks/Hvatar. MYND AF AÐDÁENDASÍÐUNNI

Á laugardag var leikið til úrslita í 4. deild karla í knattspyrnu en leikið var á Origo-vellinum á Hlíðarenda í Reykjavík. Lið Kormáks/Hvatar og KH höfðu þegar tryggt sér sæti í 3. deild að ári og nú átti bara eftir að komast að því hvort liðið teldist sigurvegari 4. deildar. Heimamenn í Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda höfðu betur og sigruðu lið Húnvetningar 3-0.

Sturla Ármannsson kom liði KH yfir á 22. mínútu þó svo að leikmenn Kormáks Hvatar hafi talið að brotið hefði verið á markverði sínum. Staðan 1-0 í hálfleik. Victor Páll Sigurðsson gerði síðan út um leikinn með tveimur mörkum með fjögurra mínútna millibili seint í leiknum. Jose Moreno í liði Húnvetninga fékk skömmu síðar að líta sitt annað gula spjald og gestirnir því einum færri síðustu mínútur leiksins.

Ekki lyftu leikmenn Kormáks/Hvatar því bikar þetta haustið en aðalmálið var að sjálfsögðu að komast upp úr 4. deildinni og það gerðu þeir með glæsibrag. Nú um helgina var síðan tilkynnt að Akil DeFreitas hefði verið valinn leikmaður ársins en hann gerði 11 mörk í 19 leikjum og þar á meðal markið sem sendi Húnvetninga upp um deild.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir