Kirkjan greiði umfram kostnaði

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar hefur hafnað að greiða umframkostnað vegna vaktarálags starfsmanns sem fór sem stuðningsfulltrúi með fötluðu barni í fermingarbarnaferðalag í haust.

Í rökstuðningi nefndarinnar segir að sveitarfélagið hafi nú þegar tekið á sig að greiða fastan launakostnað starfsmannsins í umræddri ferð en nefndin fellst ekki á að greiða umframkostnað og telur rétt að kirkja tryggi sjálf að öll fermingarbörn sitji við sama borð í slíkum ferðum.

Fleiri fréttir