Kirkjukór Hólaneskirkju heimsækir Blönduós
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
02.01.2015
kl. 14.23
Á sunnudaginn kemur, þann 4. janúar, heldur Kirkjukór Hólaneskirkju á Skagaströnd tónleika í Blönduóskirkju og hefjast þeir kl. 20:00. Tónleikarnir eru liður í fjáröflun vegna Kanadaferðar næsta haust, en það verður fyrsta utanlandsferð kórsins á langri starfsævi hans.
Um er að ræða gamalgróinn kór þar sem þeir sem lengst hafa sungið hafa gert það í um 65 ár. Aldursmunur á elsta og yngsta þátttakandanum í tónleikahaldinu að þessu sinni er um 60 ár. Kórfélagar eru rétt um 30.