Kiwanisklúbburinn Drangey afhendir reiðhjólahjálma
Í gær afhenti Kiwanisklúbburinn Drangey krökkum í 1. bekk grunnskólanna í Skagafirði reiðhjólahjálma. Fyrir afhendingu fór lögreglan yfir mikilvægi hjálmanotkunar og brýndi notkun hjálmanna fyrir börnum og fullorðnum.
Fjörtíu hjálmar voru afhentir og að því loknu grilluðu Drangeyjarfélagar pylsur fyrir alla viðstadda.
