Kjöri á Norðvestlendingi ársins lýkur um hádegi

Líkt og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kosningu á manni ársins á Norðurlandi vestra. Að þessu sinni bárust sjö tilnefningar en kosning milli þeirra sem tilnefndir voru stendur yfir til hádegis mánudaginn 5. janúar. Úrslitin verða svo tilkynnt í fyrsta tölublaði Feykis á nýju ári.

Eftirtaldir voru tilnefndir: Eydís Ósk Indriðadóttir, Hvammstanga, Ingvar Óli Sigurðsson, Hvammstanga, Jóhanna E. Pálmadóttir, Akri í Húnavatnshreppi, Ómar Bragi Stefánsson, Sauðárkróki, Sigurður Birgir Karlsson, Hvammstanga, Skarphéðinn Einarsson, Blönduósi og Ævar Jóhannsson, Hofsósi.

Hér fer fram kosning um Mann ársins 2014 á Norðurlandi vestra.

Fleiri fréttir