Kokkakeppni Árskóla
Í gær var haldið í þriðja skiptið kokkakeppni Árskóla en þar keppa nemendur 9. Og 10. bekkjar sem eru í matreiðslukennslu, sín á milli. Krakkarnir elda og framreiða matinn eftir kúnstarinnar reglum og dómarar gefa svo stig og skipa keppendum í sæti.
Dómarar að þessu sinni voru þau Ragnheiður Matthíasdóttir, Kolbrún Þórðardóttir, Helga Harðardóttir, Jón Daníel Jónsson og Ævar Austfjörð og sögðu þau að erfitt hafi verið að dæma og mjótt hafi verið á munum því allt hefði þetta verið jafngott.
Liðin voru fimm sem kepptu og buðu upp á gómsæta rétti.
1. sæti hlutu: Kristín Halla og Sigríður Heiða og buðu upp á kjúklingabringu á kúskús
2. sæti hlutu: Ingvi Hrafn og Daníel og buðu þeir upp á karrý kjúkling
3. sæti hlutu: Anna Sif, Elín Lilja og Fríða Rún buðu einnig upp á beikonvafðar kjúklingabringur.
Þóra Karen, Jenný Sif og Sara Rut buðu upp á beikonvafna kjúklingabringu með pasta og ítalskri tómatsósu.
Anna Margrét, Herdís Guðlaug og Sunneva buðu upp á innbakaðan lambavöðva með kryddjurtum
Hér má svo sjá nokkrar myndir sem teknar voru á keppninni.