Kökubasar nemenda í 10. bekk
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
23.03.2012
kl. 14.02
Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Húnaþings vestra verða með kökubasar í dag í anddyri KVH/Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga. Þar verður mikið úrval af góðum gómsætum kökum sem hægt verður að festa kaup á, samkvæmt fréttatilkynningu á Norðanátt.is. Kökubasarinn verður milli kl. 15:00 og 18:00.
