Konni farinn til Völsungs

Mynd af 640.is.
Mynd af 640.is.

Fyrirliði Tindastóls Konráð Freyr Sigurðsson, sem undanfarin ár hefur verið máttarstólpi í fótboltaliði Tindastóls, hefur samið við Völsung um að leika með liðinu komandi tímabil. Konni á að baki 120 meistaraflokksleiki fyrir Tindastól og Drangey og hefur skorað í þeim 15 mörk.  

Á vefsíðunni 640.is á Húsavík er lýst mikilli ánægju með að hafa krækt í kappann sem þykir sterkur afturliggjandi leikmaður en einnig getur hann leyst hinar ýmsu stöður á vellinum og færir mikinn talanda inn í Völsungsliðið. „Að sjálfsögðu má finna tengingu hjá Konna við Völsung og Húsavík, en faðir hans Siggi Donna þjálfaði Völsungsliðið árið 1985. Völsungar bjóða Konráð hjartanlega velkominn og hlakka mikið til þess að sjá hann í grænu treyjunni í sumar.“

Konni skrifar á Facebook-síðu sína að nú sé nýr kafli að hefjast í hans lífi. „Ég vill þakka Tindastól fyrir virkilega skemmtileg og gefandi 7 ár í boltanum, ég hef og mun hafa risastórt Tindastóls hjarta alltaf ! Ég ákvað að ég þyrfti nýja áskorun á mínum fótboltaferli og er ég virkilega ánægður að hafa skrifað undir samning við frábært lið Völsungs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir