Konur geti gengið út en það verður hugsanlega dregið frá launum þeirra

Leikskólar í Skagafirði munu ekki loka klukkan 14:25 í dag á kvennafrídeginum og munu konur á leikskólinum því sinna vinnu sinni í dag líkt og aðra daga. Á einhverjum skólum geta þær gengið út en þá verður dregið af launum þeirra.  Aðeins á Ársölum hafa fjórar konur tilkynnt að þær muni ganga út en á leikskólanum starfa 45 konur.

Í Árskóla verður kennslu lokið og að sögn Óskars Björnssonar, skólastjóra munu þær konur sem vilja ganga út ganga út klukkan 14:25. Starfsemi verður í Árvís en einhverjar konur munu ganga þaðan út.

Á einum leikskólanna fengust þær upplýsingar að þær konur sem vildu gætu gengið út en það yrði dregið af launum þeirra. 

Herdís Sæmundardóttir hafið samband við Feyki og sagði að ekki væri búið að ákveða hvort dregið yrði af launum en hún gerði ekki ráð fyrir því. Þá hvorki hvetur sveitarfélagið né letur starfsfólk sitt til þess að ganga út.

Skemmtun undir slagorðinu Áfram stelpur mun hefjast klukkan 16:00 í Miðgarði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir