Kornskurður hafinn í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
02.09.2010
kl. 08.24
Þresking hófst í Skagafiðri í gær 1. sept en byrjað var að slá korn í Keldudal. Uppskera er mikil, um 5-6 tonn á hektara. Kornið er nokkuð grænt þó svo að akrar séu gulir yfir að líta.
Útlit er fyrir góða kornuppskeru í Skagafirði í haust og kornið mun betur þroskað en á sama tíma í fyrra. Það er Þreskir ehf. sem sér um þreskingu í Skagafirði. Þreskir rekur 3 þreskivélar og kornþurrkunarstöð í Vallhólma. Félagið er í eigu Skagfirskra og Austur-Húnvetnskra bænda, Bústólpa, Fóðurblöndunnar og KS. Síðasta ár voru þresktir 508 ha á vegum félagsins.
Myndir: Guðrún Lárusdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.