Krakkar á Skagaströnd í sjóferð

Nemendur 9. og 10. bekkja í Höfðaskóla á Skagaströnd var boðið í vikunni að fara í sjóferð með hafrannsóknaskipinu Dröfn. Í ferðinni voru nemendur fræddir um sjávarútveg og viskerfi hafsins.

 
Trolli var dýpt í sjóinn og nemendur könnuðu aflann undir leiðsögn fiskifræðings. Þeir sem vildu fengu svo að fara heim með fisk í soðið. Frekar slæmt var í sjóinn en nemendur létu það ekki á sig fá og höfðu gaman af.
Á Fiskifréttum .is segir að það sé sjávarútvegsráðuneytið sem stendur fyrir rekstri skólaskipsins og sér um framkvæmdina ásamt Fiskifélagi Íslands og Hafrannsóknastofnuninni.  Í ferðunum fá nemendur að kynnast sjávarútveginum og vinnunni um borð í fiskiskipum.
Líffræðingur frá Hafrannsóknastofnuninni er með í för, fræðir þá um hinar ýmsu sjávarlífverur og kynnir starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar. 
Skipstjórinn kynnir fyrir nemendum stjórntæki skipsins, veiðarfæri og vinnslulínu. Siglt er úr höfn og trollinu kastað. Þegar búið er að toga fá nemendur að gera að aflanum undir handleiðslu áhafnarinnar og líffræðings.
Óhætt er að segja að um metnaðarfulla dagskrá er að ræða þar sem nemendur kynnast mörgum hliðum á þessari mikilvægu atvinnugrein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir