KS deildin 2015
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
01.10.2014
kl. 11.20
Dagsetningar hafa verið ákveðnar fyrir KS-Deildina 2015. Sú nýbreytni verður í vetur að hvert lið verður skipað fjórum knöpum í stað þriggja áður. Þá hefur verið bætt við einni keppnisgrein, gæðingafimi. „Töluverður spenningur er að myndast fyrir norðan og stefnir í skemmtilegan vetur,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum deildarinnar.
Dagsetningarnar sem um ræðir eru eftirfarandi:
11. febrúar: 4-gangur.
25. febrúar: 5-gangur.
11. mars: Tölt.
25. mars: Gæðingafimi.
10. apríl: Skeið/slaktaumatölt. (föstudagur)