Kúkað á gólf áætlunarrútunnar
Honum brá heldur betur í brún rútubílstjóranum sem fór norður áætlunarferð frá Reykjavík til Akureyrar sunnudaginn 14. nóvember s.l.. Þegar hann hafði losað allt fólkið úr bílnum á endastöð á Akureyri fór hann að venju aftur í bílinn til tiltektar og hreingerninga. Þegar hann kom að öftustu sætunum þá leit út fyrir að hann hefði verið með apa frekar en fólk í bílnum.
Sturtað hafði verið úr flögupokum yfir bæði sæti og gólf en það sem er kannski enn verra er að einhverjir höfðu gert þarfir sýnar og kúkað á gólf bifreiðarinnar. Eins og gefur að skilja þá var aðkoman hryllileg og ótrúlegt að farþegar sem hafa orðið vitni að þessu skuli þaga yfir svona löguðu því það er útilokað að fólk hafi ekki orðið vart við svona athafnir og umgengni því það leyndi sér alls ekki hvað hefði gengið á.
Málavextir eru þeir að rútan fór í hefðbundna áætlunarferð frá Reykjavík til Akureyrar kl. 15:00. Ekki voru margir farþegar frá Reykjavík en þegar hann fer frá Blöndósi koma nokkrir krakkar inn og velja sér sæti aftarlega eða aftast í rútunni. Í Varmahlíð bætast við enn fleiri krakkar sem einnig velja sér sæti aftarlega. Voru þetta krakkar sem var hleypt út við heimavist Menntaskólans á Akureyri. Ekki hafði bílstjórinn né aðstoðarstúlkan hans nein afskipti af þessum krökkum enda virtist allt í ró og spekt og fram til þessa hefur umgengni krakkanna verið til sóma.
-Fyrirtækið skorar hér með á þá sem urðu vitni að þessum atburði að segja til þeirra því ef svona aðilar komast upp með svona lagað án þess að fá tiltal þá gangast þeir enn frekar upp í svona heimskulegum gjörðum og á meðan að þau upplýsa ekki um gerandann í svona löguðu þá að sjálfsögðu liggja allir undir grun, segir Óskar Stefánsson hjá Bílum og fólki ehf. en hann svarar í síma 840-6520.