Kvenfélag Sauðárkróks gefur snyrtistól

Kvenfélagskonur ásamt Stefaníu Sif. Myndir:FE
Kvenfélagskonur ásamt Stefaníu Sif. Myndir:FE

Dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki barst á dögunum höfðingleg gjöf þegar Kvenfélag Sauðárkróks færði Dagdvölinni forláta snyrtistól. Nýi stóllinn leysir af hólmi eldri stól sem þjónað hafði hlutverki sínu í fjöldamörg ár og er sá nýi á allan hátt þægilegri og hentugri.

Nýi stóllinn var afhentur á söngstund hjá Dagdvöl aldraðra og íbúum HSN á Sauðárkróki í síðustu viku. Sigurdríf Jónatansdóttir, formaður kvenfélagsins, mætti ásamt sjö öðrum félagskonum og afhenti gjafabréf með gjöfinni og þáði að launum blómvönd úr hendi Stefaníu Sifjar Traustadóttur, forstöðumanns Dagdvalar aldraðra.

Stóllinn prófaður.

Að sögn Stefaníu er snyrtistóllinn til mikils þægindaauka fyrir þá sem við hann vinna, s.s. við andlits-, hár- og fótsnyrtingu, nudd og fleira. Hann má hækka og lækka, leggja bakið niður og færa arma til þannig að þeir sem nota hjólastól geta á auðveldan hátt flutt sig milli stóla en ekkert af þessum þægindum var fyrir hendi í gamla stólnum. /FE

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir