Kviknaði í kertaskreytingu

Slökkviliðið á Sauðárkróki var kallað út að raðhúsi í bænum um tvöleytið í dag þegar reykjarkóf mætti eiganda hússins er hann kom heim.

Í ljós kom að kviknað hafði út frá kertaskreytingu í leirskál en þegar betur var að gáð hafði eldurinn þegar slokknað. Litlar skemmdir urðu vegna atviksins og nægði að lofta vel út til að losna við mesta reykinn. 
Heimild: mbl.is

Fleiri fréttir