Kynningarfundur um breytingartillögu á Aðalskipulagi

Sveitarfélagsuppdráttur - tillaga að breytingum á aðalskipulagi. Mynd: skagafjordur.is.
Sveitarfélagsuppdráttur - tillaga að breytingum á aðalskipulagi. Mynd: skagafjordur.is.

Haldinn verður opinn kynningarfundur um breytingartillögu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu, miðvikudaginn 23. janúar kl. 20:00 í Menningarhúsinu Miðgarði. Helstu atriði má nefna val á legu Blöndulínu 3 og virkjanakostir í Skagafirði en um þau hafa menn ólíkar skoðanir.

Um legu Blöndulínu er lagt til að jarðstrengur verði frá Húseyjarkvísl, norðan Saurbæjar, og a.m.k. 3 km að lengd austur fyrir Vindheima. Ákvörðun um legu byggir á hagsmunum sveitarfélagsins, að dregið verði úr neikvæðum áhrifum á vatnsverndarsvæði og vistgerðir með hátt verndargildi, og fylgt verði mannvirkjabelti að stórum hluta.

Um virkjanakostir í Skagafirði er lagt til að framlengja ákvörðun í gildandi skipulagi um landnotkun Villinganes- og Skatastaðavirkjunar en skipulagi virkjananna var frestað við samþykkt aðalskipulags árið 2012. Breytingartillaga gerir ráð fyrir að skipulagi þeirra verði áfram frestað og merkt sem varúðarsvæði.

Nánari upplýsingar má nálgast HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir