Kynningarfundur um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þriðjudaginn 17. október. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka  kl. 10:30 – 12:00  og sá seinni á Hótel Varmahlíð kl. 14:00 – 15:30

Starfsmenn Ferðamálastofu munu m.a. fara yfir;

-           Breytingar á sjóðnum vegna breyttra laga og reglugerðar.

-           Hverskonar verkefni eru styrkhæf í sjóðinn og hver ekki.

-           Gæðamat sjóðsins og nýtt gæðamatsblað.

-           Umsóknarferlið og umsóknareyðublað sjóðsins.

-           Hvernig er sótt um sjóðinn?

Í tilkynningu frá SSNV eru einkaaðilar, starfsmenn sveitarfélaga og sveitastjórnarfólk sérstaklega hvatt til þess að mæta. Þeim sem ekki eiga heimangengt  þennan dag er bent á sams konar upplýsingafund í dag, 10. október  kl. 11  á Hótel KEA.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum og er umsóknarfresturinn 25. október nk. Sjá nánar HÉR

„Þá viljum við nota tækifærið og benda fólki á áð taka frá mánudaginn 13. nóvember nk. (kl. 13-16)  en þá ætlum við að blása til næsta Ferðamáladags á Norðurlandi vestra með fróðlegum erindum úr heimi ferðaþjónustunnar og fjörugum umræðum. Staðsetning og dagskrá verða tilkynnt á næstu dögum,“ segir í tilkynningu SSNV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir