Kynningarfundur um háskólabrú Keilis í kvöld
Keilir verður með opinn kynningarfund í Farskólanum, Faxatorgi á Sauðárkróki, um fjarnám Háskólabrúar og Háskólabrú með vinnu, þriðjudaginn 28. október kl. 19:00. Hægt verður að bjóða upp á fjarfund ef búnaðir eru lausir og þess er óskað við starfsfólk Farskólans í síma 455 - 6010 eða 893 - 6011 (Jóhann).
Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og uppfylla nemendur að loknu náminu inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Keilir eini skólinn sem býður upp á aðfararnám í samstarfi við Háskóla Íslands, sem þýðir að útskrifaðir nemendur Háskólabrúar hafa úr mestu námsframboði að velja af íslenskum skólum sem bjóða upp á aðfaranám.
Nánari upplýsingar um kynninguna á heimasíðu og Facebooksíðu Háskólabrúar Keilis.