Kynningarfundur um hugmyndavinnu arkitektanema

Arkitektanemarnir að störfum. Ljósm: textilmidstod.is
Arkitektanemarnir að störfum. Ljósm: textilmidstod.is

Þessa vikuna vinna átta nemendur úr arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands hörðum höndum að hugmyndavinnu fyrir notkun og húsakost Kvennaskólans á Blönduósi og þeirri starfsemi sem þar er til húsa. Verkefnið er unnið undir leiðsögn Birtu Fróðadóttur arkitekts og kennara við arkitektúrdeild LHÍ. 

Markmiðið er að fá ferska sýn með víðsýni og sjálfbærni að leiðarljósi. Hópurinn heldur til í Kvennaskólanum í fimm daga og lýkur hann rannsókn sinni í lok vikunnar.

Föstudaginn 10. janúar klukkan 10:00 mun hópurinn kynna tillögur sínar á fundi í kjallara Kvennaskólans og þangað eru allir velkomnir, í þeirri von að blása ferskum vindum inn í samtalið um framtíð þessa staðar. Fundurinn er hugsaður sem kynning og í kjölfarið viðbrögð og samræður. Að fundi loknum mun hópurinn halda til Reykjavíkur og nota næstu viku til að taka saman niðurstöður og skýrslu sem áhugasamir geta móttekið. 

Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta.

 

/FRÉTTATILKYNNING

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir