Kynningarfundur um stofnun listasafns á Skagaströnd

Mynd Skagastrond.is
Mynd Skagastrond.is

 Í dag, miðvikudaginn 2. júní, fer fram kynningarfundur um stofnun kvennalistasafns á Skagaströnd.

Á heimasíðu Skagastrandar kemur fram að dagskráin verði margvísleg og mun m.a. Hrafnhildur Schram listfræðingur  segja frá bók sinni Huldukonur í íslenskri myndlist og ræða um stöðu kvenna í heimi myndlistarinnar á Íslandi. Inga Jónsdóttir forstöðumaður Listasafns Árnesinga s.l. 13 ár mun segja frá rekstri á listasafni í litlu bæjarfélagi.

Kynnir fundarins verður Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistarkona og mun hún segja frá hugmyndinni um stofnun Listasafns kvenna á Íslandi.

Fundurinn byrjar kl 18:00 og verður haldinn á bókasafninu á 2. hæð í Gamla kaupfélaginu að Einbúastíg 2. Feykir hvetur alla til að mæta, listunnendur og aðra.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir