Kynningarfundur vegna nýrra skólalaga
Sameiginlegir fundir menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um landið til kynningar og umræðna um ný lög um skóla og menntun verður haldinn á Blönduósi í dag.
Um er að ræða fundi fyrir stjórnsýsluna; sveitarstjórnarmenn, starfsmenn skóla- og fræðsluskrifstofa, skólanefndir og skólastjórnendur sem hefjast kl. 16:00 og opinn borgarafund að kvöldi með menntamálaráðherra og starfsfólki menntamálaráðuneytis. Verður fundurinn sem áður segir í dag milli 16 - 18 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Fundarstjóri verður Gunnar Bragi Sveinsson, formaður SSNV. Þá hefur Menntamálaráðuneytið tilkynnt um að fresta þurfi borgarafundi með ráðherra á Blönduósi sem vera átti í kvöld.