Kyrrðarstund í Sauðárkrókskirkju
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
22.12.2010
kl. 11.13
Að kvöldi 23. desember, kl.21, verður kyrrðarstund í Sauðárkrókskirkju. Eins og oft áður ætlaði Svana Berglind Karlsdóttir að róa Skagfirðinga niður í jólastressinu með fögrum jólasöngvum og sálmum. En því miður forfallaðist Svana Berglind svo að hún getur ekki sungið að þessu sinni. Í hennar stað mun syngja önnur stórsöngkona, Dagrún Ísabella Leifsdóttir.
-Við vorum svo heppin að Dagrún Ísabella er stödd hér í jólaleyfi en hún býr og starfar í Bretlandi. Hún er Króksurum að góðu kunn og hefur haldið tvenna einsöngstónleika í kirkjunni. Verið hjartanlega velkomin til kirkjunnar að kvöldi Þorláksmessu, segir séra Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur.