Lafleur opnar listasetur

Fjöllistamaðurinn Benedikt Lafleur opnar Listasetur Lafleur á morgun að Aðalgötu 20 á Sauðárkróki. Býður hann öllum að koma og þiggja kaffi og skoða sig um og jafnvel ræða um nýjustu bók hans Númeralógíuna.

Þann 29. nóv. mun hann opna myndlistarsýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki svo ýmislegt virðist vera í að líta hjá kappanum.

Fleiri fréttir