Lagt til að Steinn Leó Sveinsson verði ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs

Steinn Leó Sveinsson. Mynd af FB.
Steinn Leó Sveinsson. Mynd af FB.

Eftir að hafa farið yfir ráðningarferli sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur byggðarráð ákveðið að leggja það til við sveitarstjórn að Steinn Leó Sveinsson verði ráðinn í stöðuna.

Steinn var í hópi sex umsækjanda og þótti skora hæst af þeim sem boðaðir voru í viðtal en byggðarráðið naut liðsinnis Capacent með ráðningarferlið. Steinn Leó er Skagfirðingur, uppalinn í Geitagerði í Staðarhreppi, og hefur starfað hjá Ræktunarsambandi Skeiða og Flóa, síðast sem framkvæmdastjóri. Hann tekur við af Indriða Þór Einarssyni, sem er á leið í nýtt starf í Danmörku, eftir að hafa gegnt stöðunni undanfarin sjö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir