Landbúnaðarnefnd vill uppbyggingu háhraðanetstenginga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
09.12.2008
kl. 08.25
Landbúnaðarráð Húnaþings vestra skoraði á síðasta fundi sínum á samgönguráðherra og ríkisstjórn Íslands að standa við gefin fyrirheit um uppsetningu háhraðanetstenginga á landsbyggðinni. Óviðunandi sé hve uppsetning hafi dregist þar sem núverandi tengingar eru með öllu óásættanlegar og verðlagning ekki í neinu samræmi við gæði þjónustunnar.
Þá segir í bókun nefndarinnar að núverandi tengingar sem boðið er uppá víðast í dreifbýli í Húnaþingi vestra eru ónothæfar þeim sem hyggjast stunda fjarnám eða nýta önnur tækifæri sem háhraðanetstengingar bjóða uppá.