Landslið Íslands í hestaíþróttum kynnt

Landslið í hestaíþróttum fyrir HM í Berlín. Mynd: lhhestar.is.
Landslið í hestaíþróttum fyrir HM í Berlín. Mynd: lhhestar.is.

Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins, sem fram fer í Berlín 4.-11. ágúst, var kynnt í verslun Líflands í gær. Sigurbjörn Bárðarson landsliðþjálfari fór yfir val á knöpum og hestum í liðið en horft var til árangurs á þremur WorldRanking-mótum og var Íslandsmótið í byrjun júlí síðasta af þeim.  Einnig var horft til árangurs íslenskra knapa á stórmótum erlendis.

Fram kemur á heimasíðu Landssambands Hestamanna að fjórir knapar sem urðu heimsmeistarar 2017 hafi rétt til að verja sína titla á HM í Berlín og eiga því öruggt sæti í liðinu. Sjö knapar voru valdir í íþróttakeppni í flokki fullorðinna og fimm knapar í ungmennaflokki. Að auki verða sex hross frá Íslandi í kynbótasýningu á mótinu.

Nokkrir fulltrúar Íslands koma af Norðurlandi vestra en í fullorðinsflokki eru það Bergþór Eggertsson (frá Bjargshóli í Miðfirði) og Besti frá Upphafi sem keppa í 250m skeiði, gæðingaskeiði og 100m skeiði og Jóhann Rúnar Skúlason (frá Sauðárkróki) og Finnbogi frá Minni-Reykjum sem keppa í tölti og fjórgangi.
Í ungmenni keppir Ásdís Ósk Elvarsdóttir (Syðra-Skörðugili) og Koltinna frá Varmalæk í tölti og fjórgangi

Kynbótahross:
Eyrún Ýr frá Hásæti 6v., knapi Eyrún Ýr Pálsdóttir (Flugumýri)
Spaði frá Barkarstöðum 6v., knapi Helga Una Björnsdóttir (Syðri-Reykjum í Miðfirði)
Hamur frá Hólabaki 5v., knapi Tryggvi Björnsson (Blönduósi).

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir