Landsnet boðar til aukafundar á morgun vegna Blöndulínu 3

Landsnet hélt opinn kynningar- og vinnustofufund um fyrirhugaða lagningu Blöndulínu 3  þann 13. febrúar á Sauðárkróki. Fín mæting var á fundinn samkvæmt tilkynningu frá Landsneti og góð þátttaka í vinnustofu en ábendingar hafa borist um að fólk sem hafði áhuga hafi ekki komist á fundinn vegna veðurs. Því er boðað til aukafundar á morgun 4. mars til að gefa sem flestum tækifæri til að taka þátt í umræðu og vinnu við valkostagreiningu vegna lagningar línunnar.

Íbúum og landeigendum á svæðinu milli Akureyrar og Blöndu er boðið að koma og fá yfirlit yfir hugsanlegar línuleiðir sem verða til mats í undirbúningi vegna Blöndulínu 3, og setja fram sínar athugasemdir sem og tillögur að nýjum leiðum.

Fundirnir verða annars vegar á Akureyri milli klukkan 9 og 12 og hins vegar í Varmahlíð frá klukkan 14:30 til 17:30.

Fleiri fréttir