Langafi prakkari á Hvammstanga

Leiksýningin Langafi prakkari frá Möguleikhúsinu var sýnd í grunnskólanum Hvammstanga miðvikudaginn 15. október. Verkið er eftir Pétur Eggertz og er unnið upp úr bókum Sigrúnar Eldjárn.

Leikritið fjallar um langafa sem er blindur og tekur að sér að passa langafabarnið sitt. Hann er ekki búin að gleyma því hvað börnum þykir gaman að leika sér og taka þau upp á öllu mögulegu og ómögulegu saman.

Leik- og grunnskóli Húnaþings vestra (1. - 4. bekkur) sameinuðust í því að fá sýninguna á staðinn. Þetta var hamingjudagur hjá okkur, því að það er svo gaman að horfa á leikrit, segir Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri ánægð með afann blinda.

Fleiri fréttir