Langar Millet úlpunni þinn að verða leikari?
Leikfélag Sauðárkróks mun nú í lok október frumsýna leikritið um bræðurna óborganlegu Jón Odd og Jón Bjarna og standa æfingar yfir þessa dagana.
Þeir bræður voru eins og við vitum öll bæði hipp og kúl en þegar þeir voru upp á sitt besta klæddust allir sem menn voru með mönnum glæsilegum Millet dúnúlpum. Leikararnir eiga hins vega ekki slíka dýrgripi og því stendur nú yfir mikil leit af tveimur Millet úlpum í herra stærðum. Þá vantar leikarana líka skólatöskur þessar gömlu góðu með kassa laginu en þrjár svoleiðis töskur eru á óskalista leikfélagsins þessa vikuna. Þeir sem eiga slíka gripi og dreymt hefur fyrir þeirra hönd og frægð og frama er bent á að hafa samband við leikfélagsfólk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.