Laus störf hjá sveitarfélaginu Skagafirði

Auglýst hafa verið laus störf hjá sveitarfélaginu Skagafirði og flest laus frá og með 1. febrúar næstkomandi. Þar er um að ræða starf garðyrkjufræðings, skjalavarðar, starfsmann í Dagdvöl aldraðra og starfsmann á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi.

Garðyrkjufræðingur í fullt framtíðarstarf sem í felst m.a. stjórnun og stýring vinnuhópa og umhirða og viðhald verkefna garðyrkjudeildar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Garðyrkjufræðingur er staðgengill garðyrkjustjóra í forföllum og er umsóknarfrestur til og með 3. janúar. 

Skjalavörður í 75% starfshlutfalli í framtíðarstarf hjá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Í starfinu felst m.a. almenn skráningarstörf innan safnsins, svara fyrirspurnum, afla sér þekkingar á safnkosti ásamt því að sinna forvörslu á safnkosti og aðstoða héraðsskjalavörð við ráðgjafastörf. Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar.

 Starfsmaður í Dagdvöl aldraðra á Sauðárhæðum í 50% framtíðarstarf sem í felst m.a. að aðstoða og styðja dvalargesti við athafnir daglegs lífs og þátttöku í starfsemi dagdvalar eins og hópastarfi, samverustundum, söng, leikfimi, sundi o.fl.Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar.

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk við Skúlabraut á Blönduósi í 83% framtíðarstarf. Starfið felur í sér aðstoð við fatlaða einstaklinga við athafnir daglegs lífs og ýmsa afþreyingu. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu. Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir