Laxveiði hafin í Blöndu

Brynjar Þór með fyrsta laxinn. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson.
Brynjar Þór með fyrsta laxinn. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson.
Sagt er frá því á fréttavefnum huni.is í dag að laxveiði sé hafin í Blöndu. Það var veiðimaðurinn Brynjar Þór Hreggviðsson sem landaði fyrsta laxinum kl. 7:20 í morgun en það var 78 sentímetra löng hrygna, grálúsug. Var henni sleppt eftir átökin en veiðistaðurinn var Dammurinn að sunnanverðu.
 
Eftir fyrsta klukkutímann höfðu veiðst þrír laxar og áttu fimm eftir að bætast við eftir því sem segir á votnogveidi.is. Vatnsskortur hefur valdið laxveiðimönnum áhyggjum á vestanverðu landinu en hann mun ekki vera áhyggjuefni í Blöndu.  
 
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir