Leikfélag Sauðárkróks á frívaktinni í kvöld

Í kvöld verður Leikfélag Sauðárkróks með sinn fyrsta fund vegna Sæluvikuleikritsins Á frívaktinni sem er frumsamið verk Péturs Guðjónssonar sem er Skagfirðingum að góðu kunnur fyrir leikstjórn bæði hjá LS og leikhóp NFNV. Leikritið skartar mörgum persónum og því óskar LS eftir fólki sem áhuga hefur á því að stíga á svið eða starfa við sýninguna á annan hátt.

Á fundinum verður leikritið kynnt, farið yfir æfinga- og leiktímabilið og kynntar spennandi áætlanir í kringum verkefnið, eins og segir í auglýsingu leikfélagsins. Þá segir að nauðsynlegt sé fyrir þau sem vilja taka þátt mæti í kvöld klukkan 20 í húsnæði Leikfélagsins að Borgarflöt 19 D (við hliðina á Áka bifreiðaverkstæði) eða hafi samband við Sigurlaugu Dóru formann félagsins í síma 862 5771 fyrir fund svo hægt sé að gera liðskönnun fyrir verkefnið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir