Leikið í átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld

Meistaraflokkur Tindastóls í kvennafótboltanum mun etja kappi við Grindavík í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leikið er í Grindavík og hefst leikurinn kl 19:15. Tindastóll lagði Fylki 2-1  í 16 liða úrslitum fyrr í mánuðinum þar sem Eva Banton og Madison Cannon skoruðu mörk Tindastóls.

Allir sem tök hafa á eru hvattir til að mæta og hvetja stúlkurnar til sigurs.

Fleiri fréttir