Leikið og dansað á leikjanámskeiði
feykir.is
Skagafjörður
14.03.2013
kl. 16.11
Vinaliðar í Skagafirði héldu leikjanámskeið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 8. mars sl. Þar komu saman rúmlega 40 vinaliðar úr Árskóla, Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna.
Á heimasíðu Árskóla kemur fram að á leikjanámskeiðinu lærðu krakkarnir dans og marga nýja leiki sem vonandi líta dagsins ljós á skólalóðum í Skagafirði áður en langt um líður.
Hér má skoða myndir frá leikjanámskeiðinu.
