Börn á Ársölum leika sér í sólarupprásinni
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Mannlíf	
		
					28.01.2016			
	
		kl. 11.11	
	
	
	
			
						Börnin á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki nutu þess að leika sér úti í fallega veðrinu. Ljósm./Ásbjörg Valgarðsdóttir.
					Himininn á Norðurlandi vestra var einstaklega fagur í síðastliðinni viku. Hver dagur á eftir öðrum hófst með appelsínugulum og bleikum bjarma sem litaði allt umhverfið og enduðu dagarnir með sömu litadýrðinni.
Börnin á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki nutu þess að leika sér úti í fallega veðrinu. Meðfylgjandi myndir tók Ásbjörg Valgarðsdóttir, Feykir þakkar fyrir myndirnar.
						
								
				
				
				
				
