Leikskólar í Skagafirði loka tvisvar á ári í stað átta sinnum
Á nýju ári verða breytingar á skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði og hefur það í för með sér að starfsmannafundir leikskólanna verða haldnir eftir lokun. Í stað þess að loka kl. 14:00 átta sinnum yfir skólaárið vegna funda, lokar leikskólinn tvo daga yfir skólaárið og verða þær lokanir miðaðar við lokun grunnskólanna. Uppfærð skóladagatöl er að finna á heimasíðum leikskólanna.
Tillaga að breyttu fyrirkomulagi starfsmannafunda í leikskólum Skagafjarðar var kynnt í fræðslunefnd í lok október en þar kemur fram að áætlaður kostnaðarauki vegna þessa sé rúmar þrjár milljónir króna.
Þá er búið að ákveða að sumarlokun leikskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði verði með eftirfarandi hætti sumarið 2019:
Birkilundur loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 5. júlí til kl. 12 þann 12. ágúst.
Ársalir loki í 4 vikur frá kl. 12 þann 11. júlí til kl. 12 þann 8. ágúst.
Tröllaborg loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 28. júní til kl. 12 þann 6. ágúst.