Leitað að nafni á hringveg um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur

Selasetrið á Hvammstanga hefur hrundið af stað hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á ferðamannahringveginn um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur. Á heimasíðu setursins segir að leitað sé að nafni sem í senn verði lýsandi fyrir helstu áfangastaði á þeirri leið; Hamarsrétt, með sinni einstöku staðsetningu, Illugastaðir, með sinn fræga selaskoðunarstað, hinn fallegi Hvítserkur, Kolugljúfur sem þykir fallegt og stórbrotið, klettaborgin Borgarvirki sem var nýtt sem varnarvirki á þjóðveldisöld og Hvammstangi sem er helsti selaskoðunarstaður landsins þaðan sem er stutt er í látrin.

Hægt er að taka þátt með því að svara könnun sem hægt er að nálgast á heimasíðu Selasetursins eða senda tillögu að nafni á netfangið selasetur@selasetur.is fyrir 5. mars 2021. Nafn á hringveginn verður kynnt 10. mars næstkomandi.

Þess ber að geta að ekki er verið að leita að nýju nafni á Vatnsnesveginn sjálfan, heldur þá ákveðnu ferðamannaleið sem að framan greinir.

Fleiri fréttir