Leitast við að ná hagræðingu án uppsagna
Á síðasta fundi Byggðaráðs Skagafjarðar var fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2011 rædd og farið yfir ýmsar forsendur. Miðað við fyrirliggjandi forsendur þarf að ná fram lækkun rekstrarútgjalda í rekstri sveitarfélagsins. Byggðarráð fól á fundinum sveitarstjóra í samráði við sviðsstjóra að vinna tillögu að ramma að fjárhagsáætlun í því ljósi og leggja fyrir byggðarráð til umfjöllunar. Leitast skal við í þessari vinnu að ná fram hagræðingu án uppsagna starfsfólks.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
"Ég tel mikilvægt að pólitískir fulltrúar vinni og leggi fram tillögu að ramma að fjárhagsáætlun sem fari til umfjöllunar og frekari vinnu til fagnefnda og starfsmanna. Mikilvægt er að fjárhagsáætlun verði unnin út frá forgangsröðun og lögbundinna verkefna/þjónustu.“
Aðalfulltrúar byggðarráðs óska bókað:
"Bókun Grétu Sjafnar er í samræmi við fyrirætlun byggðarráðs