Lést á gjörgæsludeild Landsspítalans
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
19.06.2014
kl. 08.50
Karlmaðurinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Hvammstanga sl. laugardag lést af sárum sínum á gjörgæsludeild Landsspítalans í fyrri nótt. Minningar- og bænastund var haldin í Hvammstangakirkju í gærkvöldi vegna andláts hans.
Maðurinn hét Tomasz Grzegorz Krzeczkowski, fæddur 31. desember 1978 og til heimilis á Hvammstanga.
Samkvæmt heimildum Mbl.is er rannsókn málsins í fullum gangi, margir hafa verið yfirheyrðir og eru fjórir karlmenn í haldi lögreglu grunaðir um árásina en þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald sl. mánudag.