Léttir til í kvöld

Þeir sem á annað borð moka bílana sína upp í dag ættu ekki að þurfa að koam að þeim svona á morgun.

Það er allt á kafi í snjó og í morgun mátti sjá börn og fullorðna vaða snjóinn í hné og sumum tilfellum langt upp fyrir mitti á leið sinni til vinnu og skóla. Veðurspáin hljóðar upp á norðan 5-10 m/s og skýjuðu með köflum, en hæg vestlæg átt og léttir til í kvöld.
Suðvestan 3-10 og þykknar upp á morgun. Frost 2 til 8 stig, en talsvert næturfrost. Minnkandi frost á morgun. Hvað færðina varðar þá er á Norðurlandi vestra hálka, hálkublettir og éljagangur.

Fleiri fréttir