Lið FNV ætlar að geta enn betur í kvöld

Keppnislið FNV í síðustu viku. MYND: FNV.IS
Keppnislið FNV í síðustu viku. MYND: FNV.IS

16 liða úrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefjast í kvöld og verða þau í beinni útsendingu á Rás 2 og vef RÚV. Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra komst í 16 liða úrslitin þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Tækniskólanum í síðustu viku en ekkert tapliðanna fékk fleiri stig en FNV og hlaut liðið því lausa sætið í 16 liða úrslitum. FNV mætir liði Fjölbrautaskóla Vesturlands í kvöld kl. 20 og verður hægt að hlusta á keppnina í beinu streymi á vef RÚV og einnig á Rás2.

Líkt og í fyrstu umferðinni fer keppni fram á RÚV og án allra áhorfenda. Lið utan af landi keppa ýmist í svæðisútvarpi RÚV á Akureyri eða á Egilsstöðum. Þau lið sem vinna sínar keppnir í kvöld eru komin í 8-liða úrslitin sem verða í sjónvarpi.

Viðureignir 16-liða úrslitanna verða sem hér segir:

Mánudagur 17. jan
20:05 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
20:40 Menntaskólinn í Reykjavík - Framhaldsskólinn á Húsavík
21:25 Tækniskólinn - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Miðvikudagurinn 19. jan
18:40 Kvennaskólinn Reykjavík - Menntaskólinn á Tröllaskaga
19:30 Verzlunarskóli Íslands - Fjölbrautaskólinn við Ármúla
20:05 Verkmenntaskóli Austurlands - Borgarholtsskóli
20:40 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - Fjölbrautaskóli Suðurlands
21:15 Menntaskólinn við Hamrahlíð - Menntaskólinn á Egilsstöðum

Heimild: Rúv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir