Líf og fjör í íþróttahúsinu
Rúmlega 100 krakkar í 1. - 4. bekk Árskóla komu í íþróttahúsið á sunnudag og fengu að gjöf sérmerkta Tindastólsbolta frá Vildarvinum barna- og unglingastarfs körfuknattleiksdeildarinnar.
Alls eru um 170 krakkar í þessum bekkjum og því eiga um 60 krakkar ennþá eftir að fá bolta. Á næstunni verður ákveðið með hvaða hætti boltunum verður komið til þeirra.
Foreldrar voru duglegir að koma með börnum sínum í dag og voru þeir ánægðir með framtak Vildarvinanna.
Á næstunni hefst frekari Vildarvinasöfnun, en um 30 aðilar eru í félagsskapnum í dag.
Unglingaráð er hæstánægt með þetta framlag Vildarvinanna og á andlitum barnanna mátti sjá viðbrögð sem bentu til þess að þau væru sátt með boltagjafirnar.