Lilja opnaði sýndarveruleikasýninguna með sverðshöggi – Myndasyrpa

Lilja Alfreðsdóttir var vígaleg með sverðið er hún opnaði sýndarveruleikasýninguna 1238 - Baráttan um Ísland. Ingvi Jökull og Stefán Vagn eru henni til aðstoðar með borðann. Myndir PF.
Lilja Alfreðsdóttir var vígaleg með sverðið er hún opnaði sýndarveruleikasýninguna 1238 - Baráttan um Ísland. Ingvi Jökull og Stefán Vagn eru henni til aðstoðar með borðann. Myndir PF.

Í dag opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hina nýju sýndarveruleikasýningu sem segir frá baráttu Íslendinga um völdin á 13. öld. Sýningin er stærsta sögu- og menningarsýndarveruleikasýning (VR) á Norðurlöndum.

Fjöldi fólks mætti í húsakynni sýningarinnar og kynnti sér starfsemina sem ætluð er að styrkja ferðaþjónustuna í Skagafirði. Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238, bauð gesti velkomna en svo sté Ingvi Jökull Logason, forystumaður verkefnisins einlæga ræðu um hugmyndina að sýningunni og upplifun hans á sögunni allt frá unga aldri. Þá töluðu Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs, Einar Kárason, rithöfundur og Sturlungasérfræðingur, og loks Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra sem að lokum opnaði sýninguna með nýstárlegum hætti en hún hjó á borðann með sverði í stað þess að klippa með skærum eins og venja er. Strax í fyrramálið opnar sýningin fyrir gesti og gangandi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnunina í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir