Límtré Vírnet endurnýjar samning við Fjölnet

Iðnfyrirtækið Límtré Vírnet endurnýjaði á dögunum samning við Fjölnet en fyrirtækin hafa unnið náið saman síðan í janúar 2016. Fjölnet mun því áfram sjá um rekstur miðlægra kerfa hjá fyrirtækinu ásamt notendaþjónustu, afritun og útstöðvarþjónustu. 

Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki og byggir starfsemin á margreyndum framleiðsluferlum. Starfsfólk fyrirtækisins er einnig með áratuga starfsreynslu við framleiðslu og sölu á gæðavörum fyrir íslenskan byggingariðnað. 

Fjölnet er öflugt fyrirtæki sem hefur starfað í rúm 20 ár í upplýsingatækni og sérhæfir sig í hýsingu og rekstri tölvukerfa auk þess að bjóða upp á persónulega og örugga alhliða tölvuþjónustu, ráðgjöf og kennslu.

Öll starfsemi Fjölnets er ISO27001 vottuð og er fyrirtækið með tvær starfstöðvar, Síðumúla 1 Reykjavík og Hesteyri Sauðárkróki.

Fjölnet þakkar Límtré Vírnet traustið og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir