Línudansnámskeið á Skagaströnd
Linda Björk Ævarsdóttir, hyggst halda línudansnámskeið á Skagaströnd frá og með 11. október og næstu 10 laugardaga á eftir, ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðið verður haldið á Hólanesi á laugardögum og er gert ráð fyrir að hver tími sé um 50 mínútna langur. Námskeiðinu er skipti í fjóra aldurshópa og er Linda Björk nýkomin af stórri línudanshátíð í Skotlandi og því með öll nýjustu sporin á hreinu.
Flokkarnir eru eftirfarandi:
4-7. bekkur- kl: 13:00
8-10. bekkur -kl: 14:00 16 ára og eldri -kl: 15:00 Rólegir dansar -kl: 16:00 (henntar eldra fólki og þeim sem vilja fara rólega yfir)
Skráning og upplýsingar í síma 4522945/6923929 og á netfangið lindabj@simnet.is fyrir föstudaginn 10. Október n.k.
Feykir verður með ferðasögu Lindu og stelpnanna sem fóru til Skotlands í næsta blaði.

