Lítilsháttar væta en þurrt þegar kemur á daginn
Sunnan 8-13 m/s og lítilsháttar væta er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en þurrt þegar kemur fram á daginn. Lægir í kvöld. Hæg suðaustanátt á morgun og léttir smám saman til. Hiti 11 til 17 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðaustan 3-8 m/s, en 8-13 með SV-ströndinni. Súld af og til um landið S- og V-vert, en bjart að mestu á N- og A-landi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast NA-til.
Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg átt 3-10 m/s. Skýjað og smásúld á SA-landi, Austfjörðum og Ströndum, en þurrt í öðrum landshlutum og bjart með köflum. Hiti frá 10 stigum austast, upp í 20 stig í innsveitum N- og V-lands.
Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt og dálítil væta köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Áfram fremur hlýtt.
Á sunnudag:
Útlit fyrir vaxandi austanátt með rigningu, einkum um landið S- og A-vert. Hiti 8 til 17 stig, hlýjsat á V-landi.
Á mánudag:
Útlit fyrir norðaustan- og norðanátt með rigningu, en þurrt að kalla S- og SV-lands. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast syðst.