Lögreglan ánægð með Laufskálaréttarhelgina

Laufskálaréttarhelgin í Skagafirði fór með eindæmum vel fram að þessu sinni. Lögreglan var með töluverðan viðbúnað vegna Laufskálaréttardansleiks sem fram fór í Reiðhöllinni og var m.a. með tvo fíkniefnahunda á svæðinu. Engin fíkniefni fundust og má ljóst vera að forvarnargildi fíkniefnahunda og eftirlits er ótvírætt. 

Dansleikjahald fór mjög vel fram og þurfti lögregla aðeins að hafa afskipti að einum einstakling sem „kæla“ þurfti niður og urðu engir eftirmálar af því máli. Áætlað er að um 2000 manns hafi sótt dansleikinn.

Þetta kemur fram á vef Lögreglunnar á Sauðárkróki sem þakka þeim fjölmörgu sem komu að þessu verkefni og leystu það fagmannlega og farsællega og varð til þess að ná þeim árangri sem greint var frá hér að ofan.

/logreglansaudarkroki.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir